Search This Blog

Saturday, January 2, 2010

Bloggsíðan opnuð við hátíðlega athöfn!

Nú eru tveir dagar í brottför í heimsreisuna margumtöluðu og tilhlökkunin er orðin gríðarleg. Við erum búnir að klára flest allt sem gera þarf en núna erum við að klára að bóka gistingu fyrir a.m.k. fyrstu nóttina, sérstaklega í ljósi þess að við munum lenda kl. 00:45 að nóttu í Mumbai.

Frá Mumbai liggur leiðin norður til Delhi og þaðan fljúgum við til Singapúr. Þá verður ferðast norður Malasíu og mögulega til Víetnam en loks flogið frá Bangkok til Sidney. Á leiðinni frá Ástralíu til San Francisco verður stoppað í nokkra daga í Auckland, Nýja Sjálandi. Frá New York eigum við flug til London og þaðan heim, þann 4. apríl.

Bless Ísland.

3 comments:

  1. Vá ég trúi varla að ég sé fyrst!

    Ég á eftir að lesa allar færslur og verða græn af öfund. Ég veit af ykkur á Heathrow núna, vonandi er brjálað stuð!

    Já og ef þið lendið í vandræðum í Indlandi hringið þá í mig. Ég tala bara við Indverjana á skrifstofunni...

    Bestu kveðjur,
    Hildur

    ReplyDelete
  2. Mundu bara þegar Maggi byrjar að tuða að þú værir ekki með i-pod án mín

    ReplyDelete
  3. ótrúlega góða ferð og skemmtun og ég hlakka viðurstyggilega mikið til að hitta ykkur á vellinum í Kúala! Það verður pottó alveg eins og í Love Actually þegar allir eru geðveikt glaðir að hittast.

    ReplyDelete