Tuesday, February 23, 2010
Frumskogarferd eldri borgara
Ferdin hofst a stuttum runti a filsbaki en ad honum loknum tok vid ganga i gegnum skoginn. Komumst loksins a leidarenda eftir ad nokkur motorhjol voru send til ad ferja afa, ommu og offitusjuklinginn yfir erfidustu hjallana. Gistum i litlum kofum um nottina en sem betur fer var haegt ad versla bjor, gos og salthnetur i litla thorpinu.
Seinni tvo dagana i frumskoginum bodudum vid okkur i fossum, bordudum godan mat og sigldum a bambusfleka nidur fljot. Thessum dogum eyddum vid med godum hopi Frakka sem budu okkur guttunum i mat thegar heim var komid. Tho ad vid thyrftum ekki ad glima vid tigrisdyr og snaka (saum reyndar tvo eitursnaka a gongunni) var ferdin skemmtileg og frabaert ad komast ur borgarlifinu og inn i fallega natturu Tailands. Thegar vid hofdum kynnst Chiang Mai og theim thusund nuddstofum sem thar eru fellum vid felagarnir ad lokum i gildruna. Vid fengum okkur tima i 'thai massage' en thessar 30 kiloa taelensku konur attu i stokustu erfidleikum med ad teygja almennilega a okkur enda um tvo stalmenn ad raeda.
Adur en vid yfirgafum nordrid thurftum vid ad anda ad okkur fjallaloftinu og natturunni betur og akvadum thvi ad fara i fjallahjolreidatur. Lagt var af stad ur Chiang Mai a jeppum med hjolin a thakinu og hjoludum vid nidur ur 1600m haed asamt snargedveikum leidsogumanni og tveimur 24 ara Thjodverjum. Vid toldum okkur vera i thokkalegu formi svo ad vid voldum ad sjalfsogdu leid sem krafdist 'good/extreme physical condition'. Eftir fyrstu brekkuna upp i moti med aeluna i halsinum heldum vid ad vid vaerum bunir ad vera en adrenalinflaedid nidur snarbrattar moldarbrekkur vann upp alla vanlidan og vel thad. Hjolaturinn tok um 4 klst (35 km) og thratt fyrir storfurdulegan krampa i hondinni a Braga thar sem thumallinn festist vid lofann komumst vid nidur med adeins orfaar skramur.
Daginn eftir hjolaturinn la leidin aftur sudur til Bangkok med naeturlestinni og thadan beint til Samut Songkhram. Thessi litli baer var otrulega rolegur og a timabili leid okkur bara eins og heima a Seltjarnarnesi...nema tharna vorum vid einu hvitu mennirnir a sveimi. Hitinn i Samut var tho heldur mikill og svitinn i algjoru hamarki. Othefurinn af okkur kom berlega i ljos thegar vid stigum upp a straetopallbil med um 25 skolakrokkum sem hikudu ekki vid ad halda fyrir nefid a medan ferdinni stod. Adur en vid heldum aftur til Bangkok tok Bragi tha afdrifariku akvordun ad lata fjarlaegja 'makkann' margfraega af hausnum a ser. Klippinging heppnadist svona svakalega vel en Magnus taldi klippikonuna a ad skilja eftir skott a hnakkanum eins og var vinsaelt seint a sidustu old og gengur Bragi thannig um goturnar i dag.
Erum nu staddir i Bangkok a okkar sidasta kvoldi her i Asiu. Thad er otrulegt ad hugsa til thess ad rumar 7 vikur seu lidnar sidan vid yfirgafum snoktandi maedur okkar a Keflavikurflugvelli en dagarnir hafa lidid hratt og ymislegt buid ad gerast. Thad er nokkud ljost ad hingad munum vid koma aftur fyrr en seinna. Vonandi getum vid haldid afram ad blogga tho ad internetkoff i hinum vestraena heimi seu i dyrari kantinum.
Bidjum ad heilsa ykkur!
Bragi og Maggi
Monday, February 15, 2010
.....i sandolum og ermalausum bol
Djofull er heitt!
Erum staddir i Ayutthaya, fyrrverandi hofudborg Tailands, en her hofum vid eytt sjodheitum degi i ad skoda rustir og oteljandi styttur af Buddah vini okkar. Forum i kvold med naeturlest nordur a boginn til Chang Mai en thadan er svo ferdinni heitid i 'Jungle trek' thar sem vid munum i thrja daga rydja okkur leid um frumskoginn, borda poddur og berjast vid tigrisdyr, snaka og onnur skrimsli.
Lifid a strondinni var ljuft og atti hopurinn godar stundir a malasisku eyjunni Langkawi. Einn daginn tokum vid bilaleigubil og keyrdum hringinn i kringum thessa fallegu eyju. Magnus 'kamelljon' Helgason atti nu ekki miklum erfidleikum med ad keyra i vinstri umferdinni med styrid ofugu megin. Daginn eftir forum vid i siglingu thar sem vid heimsottum nokkrar obyggdar eyjar og skodudum vel thad sem fyrir augu bar. Undir lok dags vorum vid felagarnir fengnir med i strandfotbolta thar sem vid ad sjalfsogdu lekum listir okkar og kenndum thessum strandbuum sma bolta.
Naesti afangastadur okkar var Tailand, land hinna thusund brosa. Tokum ferju til baejarins Satun og thadan rutu til strandbaejarins Krabi. Rutuferdin var ekkert til ad hropa hurra fyrir en misskemmtileg, tailensk kareoki-tonlist glumdi allan timann a medan vid klistrudumst vid sveitt plastsaeti. Krabi olli okkur hins vegar ekki vonbrigdum og strax um kvoldid kynntumst vid einstaklega hressum ferdaskrifstofukonum sem hjalpudu okkur ad skipuleggja naestu thrja daga.
Forum i agaetis kajaksiglingu um fallegt fljot i nagrenninu thar sem vid skodudum glaesilega natturu og gamlar hellateikningar. Eina sem skyggdi a ferdina voru russnesk feitabollumaedgin sem attu i mestu erfidleikum med ad sigla batnum sinum og voru med almennt vesen allan timann, kajakforingjanum til mikillar armaedu. Um kvoldid baettist Thora i hopinn og i tilefni af thvi foru sexmenningarnir a kvoldmarkad baejarins og bordudu a hinum ymsu matarskurum. Sidar um kvoldid gerdum vid allt vitlaust a diskostad baejarins en Stefan og Bragi foru thar fremstir i flokki med islenskum danssporum af bestu gerd.
Daginn eftir var haldid til einnar fallegustu eyju i heimi, eyjunnar Koh Phi-Phi. Eyjan er thvi midur gegnsosa af turistum af ollum staerdum og gerdum og thvi liklega buin ad tyna sinum mestu tofrum. Forum med hradbati sem sigldi med okkur um eyjasvaedid og stoppadi nokkrum sinnum thar sem haegt var ad snorkla og virda fyrir ser fjolbreytt dyralif hafsbotnsins.
Sidasti dagurinn a Krabi var sa allra skemmtilegasti en tha for hopurinn i klettaklifur a fjall i nagrenninu. Otrulega skemmtileg lifsreynsla en haest forum vid i 25 metra haed. Fengum ad klifra upp fjorar mismunandi leidir en i theim erfidari flaeddi adrenalinid sem aldrei fyrr og var otrulega skemmtilegt ad reyna sig i alveg nyrri og spennandi ithrott. Um kvoldid skyldust leidir thegar Jorunn, Dagny, Stefan og Thora foru a einhverja eyju i party aldarinnar a medan vid tokum stefnuna a Bangkok - enda langadi okkur hvort sem er ekkert i thetta asnalega party!
I Bangkok var mikid um ad vera enda kinverska nyarid i nand og vorum vid thvi tveir eins og Maria og Josep fordum i leit ad gistiheimili eldsnemma um morgun thar sem allt var fullt. Ad lokum fundum vid vid agaett gistiheimili og hofumst thvi handa vid ad sjuga i okkur andrumsloft hofudborgarinnar. Skodudum morg glaesileg hof og byggingar og komumst i kynni vid frumskogarkappann Mark fra Californiu en hann hjalpadi okkur ad skipuleggja vikuna i N-Tailand. Mark er faeddur og uppalinn i frumskogum Sudur-Ameriku og sagdi hann ad vid gaetum hringt i hann hvenaer sem er ef vid vildum komast i 'hardcore jungle trekking' og borda poddur og svo framvegis. Vid erum ad hugsa malid.
Kinverska nyarid, nu ar tigursins, gekk i gard i gaer med tilheyrandi hatidarholdum og hullumhaei. Forum nidur i Chinatown sem var stappadur af folki i hatidarskapi. Thar fundum vid i hlidargotu 500 Tailendinga sitjandi fyrir framan eitthvad musteri undir strangri oryggisgaeslu. Vid fengum okkur ad sjalfsogdu saeti i hopnum og eftir um klukkutima bid eftir einhverju storfenglegu maetti hopur eldri borgara a svaedid en eftira var okkur sagt ad thar hefdi drottning Tailands verid medal gamalmennanna!
Nu er ferdin bratt halfnud og geta thvi ahugasamir byrjad ad telja nidur!
One love,
Maggi og Bragi
Saturday, February 6, 2010
Dansad med konginum
I Kuala Lumpur hittum vid Jorunni, Dagnyju og Stefan og skodudum vid Blau moskuna en hun rumar um 20.000 manns. Daginn eftir gengum vid um borgina og skodudum m.a. eitt helsta kennileiti Malasiu, hina glaesilegu Petronas tviburaturna. Okkar naesti afangastadur var Cameron Highlands og eftir rutuferd i gegnum otrulegt landslag Malasiu lentum vid i fridsaelu thorpi i um 1500m haed yfir sjavarmali. A golfvelli thar i nagrenninu gerdust undur og stormerki thegar vid tveir asamt Jorunni og Stefani hittum sjalfan Malasiukonung! Hann var i opinberri heimsokn i baenum og eftir sma bid fyrir utan golfskalann undir strangri oryggisgaeslu kom kallinn ut og gaf sig strax a tal vid okkur utlendingana. Hann spjalladi vid okkur i sma stund og skammadi okkur duglega fyrir Icesave, nema hvad!
A halendinu forum vid einnig i aevintyraferd inn i frumskoginn og attum thar stefnumot vid staersta blom i heimi, Rafflesia flower, sem getur verid allt ad metri i thvermal. I ferdinni syntum vid undir fallegan foss og eftir ogleymanlega jeppaferd a gomlum og godum Land Roverum heimsottum vid thorp hinna upprunalegu ibua Malasiu, Orang asli thjodflokkinn.
Um halftima fyrir brottfor fra Cameron Higlands til eyjunnar Penang uppgotvadi Bragi ad veskinu hans hafdi verid stolid. Thegar vid svo komum til Penang kikti hann upp a logreglustod i skyrslutoku og atti thar agaetis kvoldstund med appelsinuetandi logreglumonnunum sem voru himnlifandi ad fa kvoldgest. Tokum svo ferjuna i morgun til paradisareyjarinnar Langkawi thar sem stendurnar eru hvitar og sjorinn blar.
Hingad til hefur ekkert virst geta bitid a ferdalongunum hetjulegu. I 5 vikur hafa their gengid i gegnum eld og brennistein en alltaf stadid upprettir eftir. Thvegid thvott, stoppad i got, slegist vid svikula hotelstjora og dansad med opum og ulfoldum. Thennan eftirmiddag var annad upp a teningnum thegar strakarnir thurftu i fyrsta skipti ad luta i laegra haldi.....og thad fyrir sjalfri solinni! Eftir fyrsta daginn a strondinni ma segja ad vid seum ordnir halfgerdar brunarustir en liklega hofum vid ofmetid eigid tan og vanmetid matt solkremsins. Munum halda okkur i skugganum naestu daga.
Kv, Maggi og Bragi
ps. rett i thessu voru ad berast thaer valegu frettir ad konungur Malasiu hafi i raun ekki verid hinn eini og sanni konungur. Thetta var einn af 11 `sultanum` landsins.....en hann verdur samt alltaf konungur i okkar augum!