Search This Blog

Saturday, February 6, 2010

Dansad med konginum

Fljotlega eftir sidasta blogg komst einhver djofsi i Magnus og hann var sleginn nidur med 39 stiga hita og hrodalegan hosta. Solarhring seinna leitudum vid i fyrsta sinn laeknis i ferdinni og sa var ekki af verri gerdinni. Strakurinn var litid eldri en vid, hlustadi med hlustunarpipu ur dotabudinni og skodadi halsinn med lukt. Magnus fekk tho syklalyf hja honum og var strax miklu betri daginn eftir. Vid framlengdum dvolina i Melakka um einn dag en adur en vid heldum til Kuala Lumpur fylgdumst vid stoltir med landslidinu vinna bronsid.

I Kuala Lumpur hittum vid Jorunni, Dagnyju og Stefan og skodudum vid Blau moskuna en hun rumar um 20.000 manns. Daginn eftir gengum vid um borgina og skodudum m.a. eitt helsta kennileiti Malasiu, hina glaesilegu Petronas tviburaturna. Okkar naesti afangastadur var Cameron Highlands og eftir rutuferd i gegnum otrulegt landslag Malasiu lentum vid i fridsaelu thorpi i um 1500m haed yfir sjavarmali. A golfvelli thar i nagrenninu gerdust undur og stormerki thegar vid tveir asamt Jorunni og Stefani hittum sjalfan Malasiukonung! Hann var i opinberri heimsokn i baenum og eftir sma bid fyrir utan golfskalann undir strangri oryggisgaeslu kom kallinn ut og gaf sig strax a tal vid okkur utlendingana. Hann spjalladi vid okkur i sma stund og skammadi okkur duglega fyrir Icesave, nema hvad!

A halendinu forum vid einnig i aevintyraferd inn i frumskoginn og attum thar stefnumot vid staersta blom i heimi, Rafflesia flower, sem getur verid allt ad metri i thvermal. I ferdinni syntum vid undir fallegan foss og eftir ogleymanlega jeppaferd a gomlum og godum Land Roverum heimsottum vid thorp hinna upprunalegu ibua Malasiu, Orang asli thjodflokkinn.

Um halftima fyrir brottfor fra Cameron Higlands til eyjunnar Penang uppgotvadi Bragi ad veskinu hans hafdi verid stolid. Thegar vid svo komum til Penang kikti hann upp a logreglustod i skyrslutoku og atti thar agaetis kvoldstund med appelsinuetandi logreglumonnunum sem voru himnlifandi ad fa kvoldgest. Tokum svo ferjuna i morgun til paradisareyjarinnar Langkawi thar sem stendurnar eru hvitar og sjorinn blar.

Hingad til hefur ekkert virst geta bitid a ferdalongunum hetjulegu. I 5 vikur hafa their gengid i gegnum eld og brennistein en alltaf stadid upprettir eftir. Thvegid thvott, stoppad i got, slegist vid svikula hotelstjora og dansad med opum og ulfoldum. Thennan eftirmiddag var annad upp a teningnum thegar strakarnir thurftu i fyrsta skipti ad luta i laegra haldi.....og thad fyrir sjalfri solinni! Eftir fyrsta daginn a strondinni ma segja ad vid seum ordnir halfgerdar brunarustir en liklega hofum vid ofmetid eigid tan og vanmetid matt solkremsins. Munum halda okkur i skugganum naestu daga.

Kv, Maggi og Bragi

ps. rett i thessu voru ad berast thaer valegu frettir ad konungur Malasiu hafi i raun ekki verid hinn eini og sanni konungur. Thetta var einn af 11 `sultanum` landsins.....en hann verdur samt alltaf konungur i okkar augum!

4 comments:

  1. Sælir drengir.
    Eins gott að fara að leysa Icesave-ruglið úr því að verið er að bögga ykkur með þessu allar götur til Malasíu. Ekki fenguð þið þessa peninga! En þið fáið trúlega að greiða skuldina sem ungir og upprennandi Íslendingar. Ykkar kynslóð borgar brúsann - ekki mín........ Sorry.
    En rétt í þessu var þjóðin að velja Heru Björk til að syngja Eurovisionlagið fyrir Ísland í Ósló í maimánuði. Bar sigurorð af Jögvan og Bubba Morte naumlega. Eins og Valur vann Gróttu í handbolta karla með einu sem skorað var úr víti í blálokin. Svo vann Man.Utd. Portsmoth í dag með 5-0. Skin og skúrir, eins og í lífsbaráttunni.
    Verst með veskið hans Braga. Sýnir að menn eru hvergi óhultir á þessum slóðum. Farið því varlega. Bestu kveðjur.
    HM.

    ReplyDelete
  2. Frétti að þú hefðir verið klókur Bragi og haft kortin þín á mismunandi stöðum til öryggis. Vel gert :) Þú hefur pottþétt verið rændur á einhverri vafasamri nuddstofu og segir mömmu og pabba að bakpokinn hafi verið illa lokaður ;). Don't worry - ég segi engum.

    Frétti að það ætti að vera ógeðslega fallegt í malasíu þannig að þið verðið duglegir að punkta niður bestu staðina svo ég geti kíkt þangað þegar ég fer niðreftir.

    Annars eru ma og pa að koma í heimsókn á miðvikudaginn.

    Brynjar

    ReplyDelete
  3. Sigurður Gylfi MagnússonFebruary 10, 2010 at 5:15 AM

    Margblessaðir verkamenn í víngarði Drottins.

    Gaman að sjá myndirnar af ykkur og félögunum í Austurlöndum fjær. Þetta er greinilega mikið ævintýr og spennandi. Veskisstuldur aðeins áminning um að fara varlega sem ég veit að þið gerið.

    Mér fannst myndin af frænda mínum - MÖH - óborganlega þar sem hann stóð við fataþvott úr fötu. Var hugsað til fyrri tíðar þegar ég kenndi honum að nota borðtusku; ógleymanleg minning og sannarlega kennsla sem ég sé að hefur komið að góðum notum öfugt við margt annað sem menn hafa numið um ævina!!! Ég lærði líka að bananar eru til ýmis brúks, óttaðist að næsta myndi væri af tilraunum ykkar við að troða þessu ferlíki í eyrun. Þá lærði ég líka af myndunum að stökkkraftur Magnúsar hefur aukist til muna, ef til vill vegna bronsmetalíunar góðu. Það er að sjá hvað kappinn getur stokkið þegar hann verður klyfjaður gulli! Ekki langt að bíða þess.

    Annars allt gott að frétta af okkur hér heima. 18 dagar í afhendingu Víðimelsins og mikil tilhlökkun hjá öllum ekki síst KR-ingnum unga. Hann ræður sér ekki fyrir kæti, hvorki vakandi né sofandi (talar um íbúðina upp úr svefni).

    Heyri í ykkur fljótlega, Kær kveðja - lifi hnötturinn, knötturinn og kötturinn - Siggi sæti nammi kall

    ReplyDelete
  4. Þid vitid ad mamma og pabbi eru herna hja mer. ef ad tid hringid a morgun Þá vitiði að það er ekki sami timi á islandi og i danmörku. Þad er ekki alveg vist ad þau geti verid a skype þar sem eg tarf ad taka tölvuna med mer i skolann en vid ætlum ad reyna að vera á skype eins og við getum um hádegisbilið. Skemmtið ykkur í klettaklifrinu!

    kv. Brynjar

    ReplyDelete