Search This Blog

Tuesday, March 16, 2010

14.000 fet - brimbrettin logd a hilluna

Gledilega hatid gott folk, i dag er Saint Patrick's day um allan heim! Bidjumst velvirdingar a langvarandi bloggleysi. Vonum nu ad thid fyrirgefid okkur thad.

Sol og sumar tok a moti okkur thegar haldid var a brimbrettanamskeidid og litid mal fyrir strakana ad rifa i sig oldurnar vid Agnes Waters. Thad var augljost ad jafnvaegisaefingarnar kvoldid adur voru ad skila ser og Bretarnir og Rumenarnir hafa vonandi laert mikid af okkur.

Daginn eftir tok vid slakandi strandlif thar sem vid sugum i okkur solina i gegnum solarvorn numer 30+ og fylgdumst med theim bestu keppa a brimbrettamoti baejarins. I von um ad blidan heldi afram ad leika vid okkur bokudum vid okkur i dagsferd til Lady Musgrave Island sem er stadsett a staersta koralrifi i heimi, Great Barrier Reef. Vedrid sveik okkur tho enn eina ferdina og sjoferdin var krefjandi med Japani af ollum staerdum og gerdum aelandi a allt og alla. Vid stoppudum uti vid eyjuna og snorkludum a rifinu en sjavarlifid thar var vaegast sagt storbrotid. Oteljandi tegundir litrikra fiska og annarra sjavardyra syntu tharna med okkur en skemmtilegast var tho ad fylgjast med risastorum skjaldbokum sem svomludu um i sjonum. Fengum lika ad sigla i halfgerdum kafbat um rifid og gengum loks um Lady Musgrave eyjuna sem er eingongu buin til ur koral.

Nu var komid ad thvi ad taka brimbrettaaevintyrid skrefinu lengra og roltum vid thvi voda flottir upp i brimbrettabud og badum um tvo bretti...fyrir vana menn. Thessi bretti reyndust ekki alveg jafn audveld vidureignar og byrjendabrettin og thegar vid maettum fullir sjalfstrausts nidur a strond bidu okkar 5m haar oldur. A thessum tveimur klst med brettin tokst okkur thvi midur aldrei ad synda ut fyrir oldurnar og hvad tha standa upp a brettinu. I kjolfarid tokum vid tha akvordun ad vidburdarrikum brimbrettaferli okkar vaeri lokid - brettin voru logd a hilluna.

Vid hofdum husbilinn goda a leigu i taepar tvaer vikur en a theim tima keyrdum vid einhverja 1200 km um austurstrond Astraliu. Vid heldum uppteknum haetti og eldudum a hverju kvoldi en undir lokin var maturinn farinn ad jafnast a vid thad sem haegt er ad panta a Hotel Holti og Perlunni. Med ollum mat var bodid upp a majones og barbeque-sosu en hinir indaelu Astralir hafa vida komid fyrir utigrillum fyrir gesti og gangandi og nyttum vid okkur thad ospart. Thannig komumst vid hja thvi ad borga okkur inn i husbilatjaldstaedi full af eldri borgurum og laumudumst vid thvi til ad leggja `Frumunni` i hinum ymsu skumaskotum adur en vid forum ad sofa.

A laugardaginn skiludum vid bilnum vid sorglega athofn a bilaleigunni i Brisbane. Hofdum einn dag thar i borg thar sem vid tokum upp thradinn ad nyju fra Asiu og gengum tugi kilometra um svaedid. Naesti afangastadur okkar var Nyja Sjaland, nanar tiltekid hofudborgin Auckland sem er byggd i kringum oteljandi kulnada eldfjallagiga. Stoppum her i fjora daga en fyrsta daginn roltum vid um borgina og kynntumst landsmonnum.

Eitt af lykilmarkmidum heimsreisunnar miklu var ad fara i fallhlifarstokk. Thann draum letum vid raetast nu i morgun thegar vid skradum okkur i stokk ur hvorki meira ne minna en 14.000 feta haed (4,3 km). Thad var virkilega magnad ad fljuga med litilli flugvel upp i thessa haed, bundnir framan a reynslubolta med eina litla fallhlif a bakinu. Magnus og felagi hans foru fyrstir ut ur velinni en samkvaemt Braga var strakurinn stjarfur sidustu minuturnar fyrir stokkid. Vorum i frjalsu falli i taeplega minutu a otrulegum hrada og svifum svo um i fallhlifinni i nokkrar minutur adur en vid lentum heilu a holdnu a jordinni. Thad var olysanleg tilfinning ad stokkva ur flugvel og steypast til jardar a ognarhrada og eins ad svifa hatt yfir landinu eins og fuglinn fljugandi. Thegar nidur var komid var thad Bragi sem var i sjokki en heilinn a honum for i graut einhvers stadar a leidinni og var strakurinn nokkrar minutur ad na attum a ny. Thetta var sem sagt gedveikt!

Thegar thetta blogg hefur verid stimplad inn siglum vid ut a Waiheke eyju sem er her rett hja en thar aetlum vid ad vera thangad til a fostudaginn thegar vid tokum lettleikandi 12 klukktima flug yfir Kyrrahafid til San Francisco.

Bidjum ad heilsa ollum heima i sveitinni!

-Bragi og Maggi

5 comments:

  1. Ég skil það núna hvers vegna það var ekkert búið að ræða drauminn um fallhlífastökkið áður en haldið var í ferðalagið!
    Vona að listinn yfir áhættuatriðin sé tæmdur.

    Arna (mamma Magnúsar)

    ReplyDelete
  2. Góðir! Heyrist að mömmur ykkar hefðu heldur viljað frétta af ykkur í hástökki eða jafnvel stangarstökki.

    ÁBÁ sr.

    ReplyDelete
  3. snilld! ég bið að heilsa John.

    ÁBÁ jr.

    ReplyDelete
  4. SJITT! 4,3 kílómetrar! vá hvað ég öfunda ykkur samt mikið!! þið eruð svo sannarlega að lifa lífinu þarna úti-brimbretti einn daginn og fallhlífarstökk þann næsta :P
    hafið það gott í San fran ;)

    -Johnson

    ReplyDelete