Thegar vid heilsudum ykkur sidast vorum vid i Bangkok a okkar naest sidasta degi i Tailandi.
Tha vildi svo oheppilega til ad vegabrefsaritunin okkar hafdi runnid ut og i stad thess ad framlengja akvadum vid ad taka sensinn og vera ologlegir i tvo daga og borga svo sekt a flugvellinum. Oryggisins vegna greindum vid ekki fra thessu her a blogginu.
Allt gekk vel framan af med thetta laumuspil en thegar vid aetludum ad tjekka okkur inn a hotel sidustu nottina kom babb i batinn. Tha vorum vid i fyrsta sinn a ferdum okkar um Tailand bednir um nafn og vegabrefsnumer og i lettu panickasti akvadum vid ad skra vin okkar Petur Ma Hardarson fyrir herberginu. Utlendingaeftirlitid nadi ekki i skottid a okkur en vid hofum reyndar ekkert heyrt fra Petri eftir thetta atvik...
Thann 25. februar heldum vid a splunkunyjar slodir - til Sydney i Astraliu. Thennan sama dag fagnadi Maggi 21 ars storafmaeli og var haldid upp a thad med hefdbundnum kjuklinganudlum og mjog misjafnri afmaelisklippingu. Eftir um 9 tima flug heilsadi Sydney okkur a fostudagsmorgni en thad fyrsta sem vid tokum eftir var verdlagid sem var subbulegt. Fengum okkur tvo banana og vorum rukkadir um 250 kr.......hofum ekki bordad banana sidan. Annars er Sydney gridarlega huggulegur stadur med morgum fallegum byggingum og gordum. Allir thar eru lika otrulega katir og hressir og heyrir madur 'how are you mate?` hvar sem madur kemur.
Stoppudum i thrja goda daga i Sydney og skodudum medal annars operuhusid margfraega og adra merkilega stadi i kringum Sydney harbour sem er liklega fraegasta hofn i heimi. Heimsottum lika olympiuthorpid thar sem Olympiuleikarnir voru haldnir arid 2000 og var mjog merkilegt ad ganga tharna um og skoda oll mannvirkin sem hystu thessa miklu leika - juju, Olympuleikana thar sem Vala okkar Flosadottir stokk og nadi i bronsid! A laugardagskvoldinu duttum vid inn i mogulega staersta party arsins en thar voru um 600 thusund manns samankonir til ad taka thatt i Mardi Gras sem er arlegur fognudur samkynhneigdra i Astraliu og annars stadar i heimnum. Fylgdumst med rosalegri skrudgongu thar sem skrautlegt folk stormadi hja i miklu studi og letu Haffa Haff lita ut fyrir ad verka gargandi gagnkynhneigdan.
Sidasta manudag forum vid nordur til Brisbane med stuttu flugi og nadum i husbilinn margumtalada. Hann fekk umsvifalaust nafnid `Fruman` en vegna smaedar sinnar gatum vid ekki kallad hann `Thruman`. Magnus settist vid styrid a medan Bragi helt a kortinu og keyrdu strakarnir sem leid la nordur i att a Sunshine Coast thar sem okkar attu ad bida brimbretti, solstolar, skjaldbokur og skvisur a faeribondum. Thad var thvi midur ekki raunin en sidustu fjora daga hefur ringt eldi og brennisteini og hofum vid thvi verid halffastir inni i litla bilnum en thar er rakastigid farid ad nalgast 100%. Forum samt i dagsferd til staerstu sandeyju i heimi, Fraser Island, sem var mjog ahugavert tho ad eyjan hefdi orugglega litid betur ut i sol og sumaryl. Vid hofum ekki latid rigninguna sla okkur algjorlega ut af laginu heldur eldad eins og Joi Fel og Siggi Hall i eldhusinu i skottinu a bilnum. Bodid hefur verid upp a nudlukjukling, pasta med hakki og kjukling med raudvinslegnum makkaronum. Med ollum mat hofum vid gulraetur sem eru mjog odyrar her i Astraliu.
Annad sem hefur komid okkur a ovart herna i Astraliu er mikid kenguruleysi. Vid hofum nu verid her i heila viku og ekki sed eina einustu kenguru.......attu thaer ekki annars ad vera her eda var thad einhvers stadar annars stadar? Nuna erum vid staddir i smabaenum Agnes Waters og bidum eftir godu vedri a morgun svo vid getum farid ad kenna thessum Astrolum adeins ad surfa!
Med sol i hjarta og song a vorum......mate,
Magnus Orn og Gudmundur Bragi
Thursday, March 4, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Endalaust vel gert hjá ykkur strákar! Þið aukið talsvert líkurnar á því að sjá kengúrur ef þið haldið suður til Canberra og þangað! Þar koma þær niður í íbúabyggðir og eru einnig algengasta road kill, þannig að passið ykkur ;)
ReplyDeleteSkemmtilegar frásagnir, vona að rigningunni fari að linna hjá ykkur, þó þeir séu væntanlega ánægðir með hana Ástralarnir :P
Kv. Aggi
Gott gott. Það virðist vera endalaust stuð hjá ykkur þrátt fyrir óæskilegt veðurfar. Haldið áfram þessum ævintýrum og ekki gleyma að koma með krydd til baka.
ReplyDeleteKv. The Skendertainer.
Hahaha ég lenti líka í rigningu á Frasier Island!
ReplyDeleteSkemmtið ykkur vel - no worries!
kv. Hildur
Siggi Hall myndi aldrei rauðvínsleggja makkarónur!
ReplyDeleteKv. Brynjar