Search This Blog

Tuesday, January 19, 2010

Mr. Singh...desert King

Tvaer vikur, tvennar naerbuxur, sturta og nyburstadar tennur.

I Jodhpur eyddum vid timanum i ad skoda hid storglaesilega Mehrangar Fort, sem gnaefir yfir borginni, en thess a milli hokkudum vid i okkur ommilettur a baejarins bestu. Um kvoldid logdum vid svo af stad til Jaisalmer med svellkaldri naeturlestinni og lentum thar kl. 6 um morgun. A lestarstodinni letum vid svo plata okkur til ad boka odyrt herbergi a annars agaetis hoteli...meira um thad sidar!

Jaisalmer er mjog falleg borg en hluti hennar er innan virkis sem buid er til ur sandsteini. Um midjan daginn bokudum vid camel safari a godu hoteli eftir ad hafa afthakkad tilbodin hja hotelinu okkar. Thegar vid komum svo inn a hotel um kvoldid og tilkynntum hotelstjoranum ad vid aetludum ad tjekka okkur ut morguninn eftir og fara i eydimerkurferd med odru hoteli tha gekk madurinn gjorsamlega af goflunum og upphofst heiftarlegt rifrildi. Hann helt thvi fram ad vid hefdum svikid fjolskyldu hans og hotelid og hotadi ad henda okkur ut um midja nott. Einnig sagdi hann ad vid vaerum hrokafullir og donalegir og ad ef ad hann vaeri forsaetisradherra hefdi hann aldrei hleypt okkur inn i landid...hehe. Vid svorudum honum fullum halsi og tokst ad lokum ad jarda hann en akvadum ad gista nottina a thessum skitastad. Sidar um kvoldid heyrdum vid itrekad i stjoranum ganga fram hja herberginu okkar og klora i hurdina...

Morguninn eftir heldum vid i ulfaldaferdalagid med Hotel Shahi Palace. Eftir jeppaferd hittum vid eydimerkurserfraedinginn Mr. Singh og ulfaldana hans. A leid okkar um eydimorkina stoppudum vid i nokkrum thorpum og drukkum chai (te) inni a heimilum eydimerkurbua. I hadeginu og um kvoldid sa Singh um ad elda ofan i okkur a afar frumstaedan hatt i sandinum. Maturinn var godur og felagsskapur Mr. Sing ekki verri en tho ad thessi fyrrverandi hermadur hafi litid kunnad i ensku var glatt a hjalla allan timann. Um kvoldid baettust svo i hopinn thysku somahjoninn Melanie og Wolfgang en eftir matinn og vardeld gistu thau nottina med okkur undir stjornubjortum himni i sandinum. Thegar nybuid var ad kveikja vardeldinn sast herbill i fjarska og thurfti tha ad slokkva snogglega i eldinum. Mr. Singh hughreysti okkur med linunni: 'Tourist people...no problem, Mr. Singh go to jail.' Thessi snillingur fraeddi okkur mikid um ulfaldana, radadi brondurunum thess a milli en hans helstu linur voru m.a. fyrirsogn bloggsins og 'camel college with no knowledge.'

Eftir ad vid komum heim heilir a hufi ur eydimorkinni heldum vid til Jaipur thar sem vid hittum Indverjana Dagnyju, Jorunni og Stefan. Dagurinn med theim var mjog skemmtilegur og god tilbreyting fra tviverunni. Planid var svo ad smygla okkur inn a herbergi til theirra og gista thar en utpaeld aaetlunin for thvi midur i vaskinn. Vid vorum thvi reknir ut af hotelinu um midnaetti og thurftum ad finna okkur nytt hotel fyrir nottina. Thad tokst ad lokum og vid gistum a Hotel Kuk.

Bidjum ad heilsa,
Bragi og Maggi

7 comments:

  1. Sælir ferðalangar og eyðimerkurfarar.
    Það er vonandi að Hótel Kúk hafi ekki verið neitt skítapleis! En óttaleg nafngift er þetta nú samt alla vega miðað við íslenska málhefð.
    Maður sér af þessari lýsingu að eyðimerkurganga ykkar hefur verið mikil upplifun og ljóst er að þið eruð að komast í tæri við grasrótina á Indlandi en eruð ekki bara ferðamenn sem sjá landið út um glugga á rútu á 100 km hraða eins og algengast er um allan heim.
    Frábært að geta fylgst með ferðasögu ykkar svona jafnóðum. Maður bíður eftir næstu sendingu.
    Gangi ykkur vel, bestu kveðjur.
    HM.

    ReplyDelete
  2. Þetta er algjör snilld og gaman að fylgjast með ykkur.
    kv, Árni jr.

    ReplyDelete
  3. Gott hjá ykkur að láta þennan hótelstjóra heyra það! Veit ekki hvort ég hefði þorað því sama

    Gaman að fylgjast með ykkur

    kv Sigríður María

    ReplyDelete
  4. Hahaha, ég fíla Mr. Singh Desert King og sögurnar af ykkur.

    kv. Hildur

    ReplyDelete
  5. Váá! vildi að líf mitt væri jafn spennandi og ykkar er núna... þið farið í úlfaldasafari, berjist við klórandi hótelstjóra og gistið á hótel Kúk! Hérna heima er mesta spennan fólgin í því hvort maður fái sér beyglu eða núðlur þegar maður kemur heim úr skólanum.. vúhú! :)
    kv. SunnaMæja

    ReplyDelete
  6. Sælir Gróttumenn.
    Þið eruð heppnir að vera á Indlandi en ekki á Íslandi eftir bömmer ísl. "landsliðsins" í handapati. Fengu á sig 3 mörk á 72 sekúndum. Nýtt Evrópumet í klúðri innanhúss! Þjóðarsorg í gangi. Nú er bara að byrja að æfa. Nýtt tækifæri fyrir unga menn. Þeir gömlu búnir. Nú er eini sjensinn að pússa Fálka-orðurnar fyrir Danaleikinn á laugardaginn. Annars verða þær bræddar í álverinu.
    Bestu kveðjur.
    HM.

    ReplyDelete
  7. ÖFUND!!! Rakst á bloggið ykkar og er svo að lifa mig inn í þetta með ykkur. Njótið lífsins þarna úti og endilega bloggið oftar :D

    ReplyDelete