Search This Blog

Monday, January 11, 2010

Romantiskar stundir i Udaipur

Kvoddum Ahmedabad i gaerkvoldi med soknudi og heldum af stad i naeturlest til Udaipur. Adur en vid logdum i hann heimsottum vid dyragard baejarins thar sem vid heilsudum upp a urrandi tigrisdyr og fleira. A heimleidinni settumst vid i sakleysi okkar inn i oskop venjulegan rickshaw og badum hann um ad henda okkur heim a hotel. Bilstjorinn reyndist vera undir ahrifum einhverra oaeskilegra efna en hann tok okkur oumbedin inn i hof baejarins og vildi hefja baenastund med okkur.....skiljanlega thar sem thad var sunnudagur. Vid komumst sem betur fer heilu og holdnu a leidarenda og eftir ad hafa badad okkur i fraegdarljoma a KiteFestivalinu, gefid eiginhandararitnanir, veitt vidtol og fl., logdum vid af stad med naeturlest nordur a boginn til Udaipur.

Lestarferdin byrjadi vel en um 4-leytid vorum vid farnir ad efast um ad vid myndum lifa mikid lengur a thessum slodum. Nistandi kuldinn smeygdi ser inn i lestina og allur bunadur i bakpokanum var nyttur til ad thrauka fram a morgun.

Udaipur er annars mjog roleg og falleg borg. Vinur okkar Kahn syndi okkur borgina og maelum vid eindregid med ad thid bjallid i hann ef thid eigid leid hja. Hann keyrdi okkur um borgina a thrihjolaleigubil (rickshaw) i 5 klukkutima og vid borgudum honum heilar 1000 kr. fyrir omakid. Vid hofum att mjog romantiskar stundir i dag a veitingastodum og utsynispollum en borgin er sogd su romantiskasta a Indlandi.

Verid hress, ekkert stress.....bless!

7 comments:

  1. Strákar! Það eru að koma insider ráð frá skrifstofufélögum mínum sem ég lofaði að senda ykkur. Þeir mæla með Munnar í Kirala ef þið eigið leið hjá og alls ekki að fara á Kashmir svæðið í norðri - mikið um mannrán þar.

    Ég og nú öll skrifstofan fylgjumst spennt með :)

    Kv. Hildur

    ReplyDelete
  2. þetta blogg lífgar upp á daginn minn þar sem ég sit í lessal á háskólatorgi að læra eðlisfræði :D
    Haldið áfram að skemmta ykkur!
    Bestu kveðjur SIgríður María

    ReplyDelete
  3. Sælir félagar.
    Nú er Ólafur Ragnar byrjaður að elta ykkur til Indlands og segist vera í opinberri heimsókn. Ef fólk fer eitthvað að bögga ykkur út af því - segist þá bara vera frá Finnlandi þeir eru svo líkir okkur inn við beinið!
    Maður bíður eftir næsta pisli ykkar, sbr. bíður eftir næstu fragt í ............... Kv. HM-2010

    ReplyDelete
  4. Munið ef þið þurfið bæði að kúka og æla á sama tíma þá er betra að sitja á klósettinu og æla á gólfið heldur en að æla í klósettið og kúka á gólfið. Maður man þetta ekkert alltaf í hita leiksins.

    ReplyDelete
  5. Svo er náttúrulega lúksus ef það er vaskur eða baðkar rétt við lettið.

    ReplyDelete
  6. hvad er numerid hja Kahn? Viljum endilega bjalla i kjeps eftir viku eða svo! Kv. Dagný Stebbi og Jóragi

    ReplyDelete
  7. Sælir ferðalangar!
    Maður bíður enn eftir næsta pistli ykkar. Átti von á sérstökum kafla í telefni dagsins, en nú er 14. jan. um heim allan! Hátíðarhöldum verður stillt í hóf og bara geymd fram í apríl skulum við segja.
    Gangi ykkur vel, allir biðja að heilsa.
    HM.

    ReplyDelete