Times Square tok vel a moti okkur thegar vid stigum ut ur rutunni fra Montreal eldsnemma a manudagsmorgni. Eftir sma gongutur i vitlausa att tokum vid Metroid upp i Harlem thar sem hostelid okkar var ad finna. Vid nyttum daginn i ad labba sudur Manhattan og endudum a ad skoda Ground Zero thar sem tviburaturnarnir stodu a sinum tima.
Morguninn eftir helt afram ad rigna og thvi la leidin beint a American Natural History Museum. A thessu gridarstora safni eyddum vid um thremur klukkutimum an thess ad na ad skoda nema um helming thess...og hvad haldidi ad vid hofum sed - juju, risaedlur. Eftir ad hafa skodad Wall Street og labbad yfir Brooklyn brúnna heldum vid upp a hostel og gerdum okkur klara fyrir tonleika aldarinnar a Village Vanguard, einum fraegasta djassklubbi heims. Tonleikarnir reyndust thvi midur ekki ´aldarinnar´ en stemningin a klubbnum var tho olysanleg. Einnig var mjog ahugavert ad sja hinn storkostlega trompetleikara Tom Harrell en hann er einhverfur og atti thvi midur ekki godan dag. Ad tonleikum loknum gengum vid um borgina fram a nott en eins og segir i laginu þa er thetta ´the city that never sleeps´.
A midvikudeginum skodudum vid Columbia haskola og forum i siglingu med Staten Island ferjunni til ad skoda hina heimsfraegu frelsisstyttu. Um kvoldid var svo komid ad fraegdarstund okkar strakanna a Times Square. Tha for Magnus inn i verslunina American Eagle Outfitters og keypti ser thennan lika fina gula bol en i kaupbaeti fengum vid mynd af okkur birta a risavoxnu skilti a midju torginu. Myndin slo ad sjalfsogdu i gegn a torginu og var birt tvisvar i vidbot a naestu minutum. Tharna var fraegdarthorstanum svo sannarlega svalad a mettima og gladir heldum vid aftur upp i Harlem. Eftir tonleikana kvoldid adur vorum vid stadradnir i ad finna adra og helst betri tonleika sidasta kvoldid okkar i New York. Vid gerdumst svo djarfir ad rolta inn a litinn djassbar i midju Harlemhverfinu og hittum thar a finustu tonleika. Eftir ad hafa hlustad a nokkur groovy log var komid ad hlei sem fell thvi midur ekki ollum i ged. Skyndilega gekk einn risavaxinn svertingi berserksgang og let blotsyrdin dynja a alsaklausum manni sem sat vid barinn. Flestir yfirgafu stadin eftir stutta stund en Maggi, sem sneri baki i allt ruglid, vildi endilega sitja adeins lengur og fylgjast med olatunum. Medal setninga sem madurinn frussadi ut ur ser voru "You all know the history of black people in Harlem" og "We´re all black in here and we´re all shit." Thegar vid hofdum setid uti i horni i nokkrar minutur og hlustad a manninn sneri Maggi ser vid og sa ad vid vorum nanast einir eftir inni a barnum og bersynilega i storhaettu sem hvitir menn. Forum tha ut hid snarasta og eftir ad hafa laumad okkur framhja rugludum manninum heyrdum vid oskrad a eftir okkur "Yeah...get the fuck outta here you white people." Vid drifum okkur heim i koju.
Sidasta deginum okkar i New York eyddum vid ad miklu leyti i bidrod. Thessi bidrod la upp i hina margfraegu Empire State byggingu en utsynid thadan var svo sannarlega bidarinnar virdi. Loks brunudum vid ut a flugvoll John F. Kennedy thar sem okkar beid sjo tima flug til London...vid vorum ad nalgast heimili okkar skuggalega mikid.
Dagurinn okkar i London var sidasti dagur ferdarinnar og audvitad var hann tekinn med trompi. Skildum toskurnar okkar eftir a Paddington lestarstodinni og lobbudum af stad og thad eftir adeins klukkutima svefn i velinni. Gengum af stad ut i ovissuna og endadi su ganga ekki fyrr en um 12 timum seinna thegar vid hrundum inn a hotel ormagna af threytu. Heimsottum merkilega stadi eins og Oxford Street, Trafalgar Square, Big Ben og Buckingham Palace og sugum i okkur ensku stemmninguna eins vel og haegt var. Endudum svo kvoldid a godum kvoldmat a local kra i Kensington hverfinu thar sem vid gistum innan um glaesihus og sportbila.
Laugardagurinn 3. april rann upp og thad thyddi bara eitt - strakarnir voru a leidinni heim. Gengum thungum skrefum i gegnum Hyde Park, tokum lest ut a flugvoll og stigum hikandi inn i vel Icelandair sem stefndi rakleidis a Flugstod Leifs Eirikssonar vid Keflavikurveg.
Fyrr i ferdinni hofdum vid eins og svo oft adur akvedid ad gerast outreiknarnlegir og flyttum fluginu okkar til Island um einn solarhring. Thad voru thvi ekki gratklokkir foreldrar sem sottu okkur a vollinn heldur Petur Mar og Einar Bjarni, okkar elstu og bestu vinir, og keyrdum vid felagarnir thvi saman i baeinn a fallegum degi. Akvadum ad hoppa ut a Valhusahaedinni og taka episkan lokagongutur yfir Holtid goda. Thar skildust leidir og komum vid fjolskyldum okkar aldeilis a ovart med thessu uppataeki....badar mommurnar voru nalegt thvi ad fa slag!
Thad eru forrettindi ad fa ad ferdast um heiminn og ser madur thad serstaklega thegar vanthroudu londin eru heimsott. Vid erum heppnir menn og erum mjog anaegdir med ad folkid heima i stofu hafi nad ad fylgjast vel med. Thokkum ad sjalfsogdu ollum theim sem hafa lesid bloggid thessa thrja manudi og vonum audvitad ad thid hafid haft gaman af.
3 manudir --- 4 heimsalfur --- 9 lond
indverskt slum, ulfaldaferd um eydimorkina, flugdrekahatid, Udaipur, nidurgangur, Meherangar fort, apar, biladur hotelstjori, Taj Mahal, Dheli, tuk-tuk, Singapore, EM i handbolta, reggibar, Petronas, kongurinn i Malasiu, staersta blom i heimi, solbruni, tynt veski, klettaklifur, vinstri umferd, Bhuddar, frumskogarferd, lady boys, fjallahjol, Samut Songhram, Mardi Gras, Operuhusid i Sydney, husbill, rigning, brimbretti, koralrif, strond, fallhlifarstokk, Waiheke, Golden Gate, afi John, Alcatraz, ishokky, Montreal, frelsisstytta, Harlem, tonleikar, Empire State, London, tar, bros og takkaskor og svo miklu miklu miklu meira!
Takk fyrir okkur...thar til i naestu ferd
Gudmundur Bragi Arnason og Magnus Orn Helgason