Search This Blog

Sunday, April 4, 2010

Heimurinn sigradur

Times Square tok vel a moti okkur thegar vid stigum ut ur rutunni fra Montreal eldsnemma a manudagsmorgni. Eftir sma gongutur i vitlausa att tokum vid Metroid upp i Harlem thar sem hostelid okkar var ad finna. Vid nyttum daginn i ad labba sudur Manhattan og endudum a ad skoda Ground Zero thar sem tviburaturnarnir stodu a sinum tima.

Morguninn eftir helt afram ad rigna og thvi la leidin beint a American Natural History Museum. A thessu gridarstora safni eyddum vid um thremur klukkutimum an thess ad na ad skoda nema um helming thess...og hvad haldidi ad vid hofum sed - juju, risaedlur. Eftir ad hafa skodad Wall Street og labbad yfir Brooklyn brúnna heldum vid upp a hostel og gerdum okkur klara fyrir tonleika aldarinnar a Village Vanguard, einum fraegasta djassklubbi heims. Tonleikarnir reyndust thvi midur ekki ´aldarinnar´ en stemningin a klubbnum var tho olysanleg. Einnig var mjog ahugavert ad sja hinn storkostlega trompetleikara Tom Harrell en hann er einhverfur og atti thvi midur ekki godan dag. Ad tonleikum loknum gengum vid um borgina fram a nott en eins og segir i laginu þa er thetta ´the city that never sleeps´.

A midvikudeginum skodudum vid Columbia haskola og forum i siglingu med Staten Island ferjunni til ad skoda hina heimsfraegu frelsisstyttu. Um kvoldid var svo komid ad fraegdarstund okkar strakanna a Times Square. Tha for Magnus inn i verslunina American Eagle Outfitters og keypti ser thennan lika fina gula bol en i kaupbaeti fengum vid mynd af okkur birta a risavoxnu skilti a midju torginu. Myndin slo ad sjalfsogdu i gegn a torginu og var birt tvisvar i vidbot a naestu minutum. Tharna var fraegdarthorstanum svo sannarlega svalad a mettima og gladir heldum vid aftur upp i Harlem. Eftir tonleikana kvoldid adur vorum vid stadradnir i ad finna adra og helst betri tonleika sidasta kvoldid okkar i New York. Vid gerdumst svo djarfir ad rolta inn a litinn djassbar i midju Harlemhverfinu og hittum thar a finustu tonleika. Eftir ad hafa hlustad a nokkur groovy log var komid ad hlei sem fell thvi midur ekki ollum i ged. Skyndilega gekk einn risavaxinn svertingi berserksgang og let blotsyrdin dynja a alsaklausum manni sem sat vid barinn. Flestir yfirgafu stadin eftir stutta stund en Maggi, sem sneri baki i allt ruglid, vildi endilega sitja adeins lengur og fylgjast med olatunum. Medal setninga sem madurinn frussadi ut ur ser voru "You all know the history of black people in Harlem" og "We´re all black in here and we´re all shit." Thegar vid hofdum setid uti i horni i nokkrar minutur og hlustad a manninn sneri Maggi ser vid og sa ad vid vorum nanast einir eftir inni a barnum og bersynilega i storhaettu sem hvitir menn. Forum tha ut hid snarasta og eftir ad hafa laumad okkur framhja rugludum manninum heyrdum vid oskrad a eftir okkur "Yeah...get the fuck outta here you white people." Vid drifum okkur heim i koju.

Sidasta deginum okkar i New York eyddum vid ad miklu leyti i bidrod. Thessi bidrod la upp i hina margfraegu Empire State byggingu en utsynid thadan var svo sannarlega bidarinnar virdi. Loks brunudum vid ut a flugvoll John F. Kennedy thar sem okkar beid sjo tima flug til London...vid vorum ad nalgast heimili okkar skuggalega mikid.

Dagurinn okkar i London var sidasti dagur ferdarinnar og audvitad var hann tekinn med trompi. Skildum toskurnar okkar eftir a Paddington lestarstodinni og lobbudum af stad og thad eftir adeins klukkutima svefn i velinni. Gengum af stad ut i ovissuna og endadi su ganga ekki fyrr en um 12 timum seinna thegar vid hrundum inn a hotel ormagna af threytu. Heimsottum merkilega stadi eins og Oxford Street, Trafalgar Square, Big Ben og Buckingham Palace og sugum i okkur ensku stemmninguna eins vel og haegt var. Endudum svo kvoldid a godum kvoldmat a local kra i Kensington hverfinu thar sem vid gistum innan um glaesihus og sportbila.

Laugardagurinn 3. april rann upp og thad thyddi bara eitt - strakarnir voru a leidinni heim. Gengum thungum skrefum i gegnum Hyde Park, tokum lest ut a flugvoll og stigum hikandi inn i vel Icelandair sem stefndi rakleidis a Flugstod Leifs Eirikssonar vid Keflavikurveg.

Fyrr i ferdinni hofdum vid eins og svo oft adur akvedid ad gerast outreiknarnlegir og flyttum fluginu okkar til Island um einn solarhring. Thad voru thvi ekki gratklokkir foreldrar sem sottu okkur a vollinn heldur Petur Mar og Einar Bjarni, okkar elstu og bestu vinir, og keyrdum vid felagarnir thvi saman i baeinn a fallegum degi. Akvadum ad hoppa ut a Valhusahaedinni og taka episkan lokagongutur yfir Holtid goda. Thar skildust leidir og komum vid fjolskyldum okkar aldeilis a ovart med thessu uppataeki....badar mommurnar voru nalegt thvi ad fa slag!

Thad eru forrettindi ad fa ad ferdast um heiminn og ser madur thad serstaklega thegar vanthroudu londin eru heimsott. Vid erum heppnir menn og erum mjog anaegdir med ad folkid heima i stofu hafi nad ad fylgjast vel med. Thokkum ad sjalfsogdu ollum theim sem hafa lesid bloggid thessa thrja manudi og vonum audvitad ad thid hafid haft gaman af. 

3 manudir --- 4 heimsalfur --- 9 lond

indverskt slum, ulfaldaferd um eydimorkina, flugdrekahatid, Udaipur, nidurgangur, Meherangar fort, apar, biladur hotelstjori, Taj Mahal, Dheli, tuk-tuk, Singapore, EM i handbolta, reggibar, Petronas, kongurinn i Malasiu, staersta blom i heimi, solbruni, tynt veski, klettaklifur, vinstri umferd, Bhuddar, frumskogarferd, lady boys, fjallahjol, Samut Songhram, Mardi Gras, Operuhusid i Sydney, husbill, rigning, brimbretti, koralrif, strond, fallhlifarstokk, Waiheke, Golden Gate, afi John, Alcatraz, ishokky, Montreal, frelsisstytta, Harlem, tonleikar, Empire State, London, tar, bros og takkaskor og svo miklu miklu miklu meira!

Takk fyrir okkur...thar til i naestu ferd

Gudmundur Bragi Arnason og Magnus Orn Helgason

Sunday, March 28, 2010

Leitin ad afa

Hallo godan daginn!

Thegar vid skildum vid ykkur sidast vorum vid i thann veginn ad stiga um bord i ferju sem atti ad flytja okkur til eyjarinnar Waiheke sem er taeplega klukkutima sigling fra Auckland. Waiheke reyndist vera algjor luxuseyja, full af vinekrum og gomlu folki, en thratt fyrir thad fundum vid agaetis bakpokastad til ad gista a. Daginn eftir akvadum vid ad labba yfir alla eyjuna thar sem annad hostel var ad finna og reyndist sa gongutur vaegast sagt eftirminnilegur. Lobbudum tharna um i glampandi sol med gridarlegt utsyni yfir grasi grona eyjuna og fagurblatt hafid. Komumst a leidarenda eftir mikid labb og fundum ekki verri gististad thar sem okkur var fagnad sem fyrstu Islendingum sem gista a stadnum.

Yfirgafum Waiheke eftir tvo goda daga og vippudum okkur umsvifalaust ut a flugvoll thar sem 12 tima flug Sisco beid okkar. Thad leid alveg merkilega hratt og adur en vid vissum af vorum vid maettir til Californiu i Bandarikjunum. Katrin Omarsdottir (systir Einars Bjarna) er i Berkeley haskola sem er ekki langt fra San Francisco og var hun svo almennileg ad saekja okkur a flugvollinn. Ekki nog med thad heldur fengum vid ad gista i bleika husinu hennar allar fjorar naeturnar vid luxusadstaedur i hjarta haskolabaejarins, algjor snilld.

Byrjudum ad sjalfsogdu a ad litast um a skolasvaedinu og lifa okkur inn i bandariska haskolalifid. Daginn eftir forum vid inn i San Francisco borg med Katrinu og nokkrum vinkonum hennar en thar leigdum vid hjol og hjoludum oll saman yfir hina margfraegu Golden Gate bru i fallegu vedri. Ad sjalfsogdu urdu strakarnir lika ad taka hefdbundid 70 kilometra "orientation walk" og nyttum vid sunnudaginn i thad og gengum allan daginn upp og nidur allar thaer oteljandi haedir sem borgin er byggd a. Naesta dag var komid ad storri stund thegar Bragi helt ut i ovissuna i leit ad afa sinum, John Lareau, sem hann hafdi ekki sed i nokkur ar. Leitin tokst vonum framar og urdu fagnadarfundir i Redwood City hverfinu thegar tyndi sonarsonurinn knudi dyra. A medan a thessu hjartnaema fjolskylduaevintyri stod for Magnus einn sins lids med bat i Alcatraz-fangelsid thar sem helstu glaeponar Bandarikjanna voru geymdir um midja 20. oldina. Merkileg upplifun ad ganga um thennan sogufraega stad og sjuga i sig fangelsislifid. San Francisco er an efa einn af flottari stodum sem vid hofum heimsott i ferdinni - otrulega falleg og serstok borg med oteljandi andlit. Ekki spillti svo fyrir ad gista hja Katrinu i "The Pink house" i Berkeley.

Eins og svo oft hefur komid fram erum vid piltarnir oft a tidum outreiknanlegir og thad sannadi sig enn og aftur thegar vid tokum tha skyndiakvordun ad fljuga fra Sisco til Montreal i Kanada til ad heimsaekja Hauk Bjorgvins gamla vin okkar. Thad var thokkalegt sjokk ad fara ur 20 stiga hita og sol i San Fransisco og maeta i frost i Montreal. Haukur tok einstaklega vel a moti okkur og hofum vid gist i ibudinni hans sidustu fjora daga og haft gaman ad. Kynntumst sambylismonnum hans, Abdul og Dylan, en their felagar eru miklir meistarar og hofum vid fimm eitt miklum tima saman. Haukur hefur synt okkur borgina en her hofum vid m.a. gengid upp a Mont Royal fjallid og bordad a Schwartz's - besta samlokustad i heimi skv. Montrealbuum. A fimmtudagskvold upplifdum vid alvoru Kanadastemmningu thegar vid forum a heimaleik hja ishokkylidi borgarinnar,Montreal Canadiens, i hinni glaesilegu Bell Centre holl sem tekur yfir 20 thusund ahorfendur. Heimamenn sigrudu gestina i Florida 4-1 okkur og Montrealbuum til mikillar anaegju.

Montrealborg er geysilega fallegur stadur og thratt fyrir kuldann hofum vid labbad mikid um og skodad stadinn. Hofum sidan tekid thvi rolega herna heima hja Hauki og spilad ofaa leiki i ProEvolutionSoccer vid strakana. Thegar thetta er skrifad eru adeins nokkrar minutur thangad til vid roltum ut a rutustod og dundrum okkur til hinnar einu sonnu New York en thar verdur lokakafli ferdarinnar spiladur.

Nu er adeins taep vika i ad vid hetjurnar komum heim svo fyrir ahugasama er um ad gera ad hefjast handa vid ad ryksuga rauda dregilinn!

Verid hress og ekkert stress!

Bragi og Maggi

Tuesday, March 16, 2010

14.000 fet - brimbrettin logd a hilluna

Gledilega hatid gott folk, i dag er Saint Patrick's day um allan heim! Bidjumst velvirdingar a langvarandi bloggleysi. Vonum nu ad thid fyrirgefid okkur thad.

Sol og sumar tok a moti okkur thegar haldid var a brimbrettanamskeidid og litid mal fyrir strakana ad rifa i sig oldurnar vid Agnes Waters. Thad var augljost ad jafnvaegisaefingarnar kvoldid adur voru ad skila ser og Bretarnir og Rumenarnir hafa vonandi laert mikid af okkur.

Daginn eftir tok vid slakandi strandlif thar sem vid sugum i okkur solina i gegnum solarvorn numer 30+ og fylgdumst med theim bestu keppa a brimbrettamoti baejarins. I von um ad blidan heldi afram ad leika vid okkur bokudum vid okkur i dagsferd til Lady Musgrave Island sem er stadsett a staersta koralrifi i heimi, Great Barrier Reef. Vedrid sveik okkur tho enn eina ferdina og sjoferdin var krefjandi med Japani af ollum staerdum og gerdum aelandi a allt og alla. Vid stoppudum uti vid eyjuna og snorkludum a rifinu en sjavarlifid thar var vaegast sagt storbrotid. Oteljandi tegundir litrikra fiska og annarra sjavardyra syntu tharna med okkur en skemmtilegast var tho ad fylgjast med risastorum skjaldbokum sem svomludu um i sjonum. Fengum lika ad sigla i halfgerdum kafbat um rifid og gengum loks um Lady Musgrave eyjuna sem er eingongu buin til ur koral.

Nu var komid ad thvi ad taka brimbrettaaevintyrid skrefinu lengra og roltum vid thvi voda flottir upp i brimbrettabud og badum um tvo bretti...fyrir vana menn. Thessi bretti reyndust ekki alveg jafn audveld vidureignar og byrjendabrettin og thegar vid maettum fullir sjalfstrausts nidur a strond bidu okkar 5m haar oldur. A thessum tveimur klst med brettin tokst okkur thvi midur aldrei ad synda ut fyrir oldurnar og hvad tha standa upp a brettinu. I kjolfarid tokum vid tha akvordun ad vidburdarrikum brimbrettaferli okkar vaeri lokid - brettin voru logd a hilluna.

Vid hofdum husbilinn goda a leigu i taepar tvaer vikur en a theim tima keyrdum vid einhverja 1200 km um austurstrond Astraliu. Vid heldum uppteknum haetti og eldudum a hverju kvoldi en undir lokin var maturinn farinn ad jafnast a vid thad sem haegt er ad panta a Hotel Holti og Perlunni. Med ollum mat var bodid upp a majones og barbeque-sosu en hinir indaelu Astralir hafa vida komid fyrir utigrillum fyrir gesti og gangandi og nyttum vid okkur thad ospart. Thannig komumst vid hja thvi ad borga okkur inn i husbilatjaldstaedi full af eldri borgurum og laumudumst vid thvi til ad leggja `Frumunni` i hinum ymsu skumaskotum adur en vid forum ad sofa.

A laugardaginn skiludum vid bilnum vid sorglega athofn a bilaleigunni i Brisbane. Hofdum einn dag thar i borg thar sem vid tokum upp thradinn ad nyju fra Asiu og gengum tugi kilometra um svaedid. Naesti afangastadur okkar var Nyja Sjaland, nanar tiltekid hofudborgin Auckland sem er byggd i kringum oteljandi kulnada eldfjallagiga. Stoppum her i fjora daga en fyrsta daginn roltum vid um borgina og kynntumst landsmonnum.

Eitt af lykilmarkmidum heimsreisunnar miklu var ad fara i fallhlifarstokk. Thann draum letum vid raetast nu i morgun thegar vid skradum okkur i stokk ur hvorki meira ne minna en 14.000 feta haed (4,3 km). Thad var virkilega magnad ad fljuga med litilli flugvel upp i thessa haed, bundnir framan a reynslubolta med eina litla fallhlif a bakinu. Magnus og felagi hans foru fyrstir ut ur velinni en samkvaemt Braga var strakurinn stjarfur sidustu minuturnar fyrir stokkid. Vorum i frjalsu falli i taeplega minutu a otrulegum hrada og svifum svo um i fallhlifinni i nokkrar minutur adur en vid lentum heilu a holdnu a jordinni. Thad var olysanleg tilfinning ad stokkva ur flugvel og steypast til jardar a ognarhrada og eins ad svifa hatt yfir landinu eins og fuglinn fljugandi. Thegar nidur var komid var thad Bragi sem var i sjokki en heilinn a honum for i graut einhvers stadar a leidinni og var strakurinn nokkrar minutur ad na attum a ny. Thetta var sem sagt gedveikt!

Thegar thetta blogg hefur verid stimplad inn siglum vid ut a Waiheke eyju sem er her rett hja en thar aetlum vid ad vera thangad til a fostudaginn thegar vid tokum lettleikandi 12 klukktima flug yfir Kyrrahafid til San Francisco.

Bidjum ad heilsa ollum heima i sveitinni!

-Bragi og Maggi

Thursday, March 4, 2010

Singin' in the rain!

Thegar vid heilsudum ykkur sidast vorum vid i Bangkok a okkar naest sidasta degi i Tailandi.
Tha vildi svo oheppilega til ad vegabrefsaritunin okkar hafdi runnid ut og i stad thess ad framlengja akvadum vid ad taka sensinn og vera ologlegir i tvo daga og borga svo sekt a flugvellinum. Oryggisins vegna greindum vid ekki fra thessu her a blogginu.

Allt gekk vel framan af med thetta laumuspil en thegar vid aetludum ad tjekka okkur inn a hotel sidustu nottina kom babb i batinn. Tha vorum vid i fyrsta sinn a ferdum okkar um Tailand bednir um nafn og vegabrefsnumer og i lettu panickasti akvadum vid ad skra vin okkar Petur Ma Hardarson fyrir herberginu. Utlendingaeftirlitid nadi ekki i skottid a okkur en vid hofum reyndar ekkert heyrt fra Petri eftir thetta atvik...

Thann 25. februar heldum vid a splunkunyjar slodir - til Sydney i Astraliu. Thennan sama dag fagnadi Maggi 21 ars storafmaeli og var haldid upp a thad med hefdbundnum kjuklinganudlum og mjog misjafnri afmaelisklippingu. Eftir um 9 tima flug heilsadi Sydney okkur a fostudagsmorgni en thad fyrsta sem vid tokum eftir var verdlagid sem var subbulegt. Fengum okkur tvo banana og vorum rukkadir um 250 kr.......hofum ekki bordad banana sidan. Annars er Sydney gridarlega huggulegur stadur med morgum fallegum byggingum og gordum. Allir thar eru lika otrulega katir og hressir og heyrir madur 'how are you mate?` hvar sem madur kemur.

Stoppudum i thrja goda daga i Sydney og skodudum medal annars operuhusid margfraega og adra merkilega stadi i kringum Sydney harbour sem er liklega fraegasta hofn i heimi. Heimsottum lika olympiuthorpid thar sem Olympiuleikarnir voru haldnir arid 2000 og var mjog merkilegt ad ganga tharna um og skoda oll mannvirkin sem hystu thessa miklu leika - juju, Olympuleikana thar sem Vala okkar Flosadottir stokk og nadi i bronsid! A laugardagskvoldinu duttum vid inn i mogulega staersta party arsins en thar voru um 600 thusund manns samankonir til ad taka thatt i Mardi Gras sem er arlegur fognudur samkynhneigdra i Astraliu og annars stadar i heimnum. Fylgdumst med rosalegri skrudgongu thar sem skrautlegt folk stormadi hja i miklu studi og letu Haffa Haff lita ut fyrir ad verka gargandi gagnkynhneigdan.

Sidasta manudag forum vid nordur til Brisbane med stuttu flugi og nadum i husbilinn margumtalada. Hann fekk umsvifalaust nafnid `Fruman` en vegna smaedar sinnar gatum vid ekki kallad hann `Thruman`. Magnus settist vid styrid a medan Bragi helt a kortinu og keyrdu strakarnir sem leid la nordur i att a Sunshine Coast thar sem okkar attu ad bida brimbretti, solstolar, skjaldbokur og skvisur a faeribondum. Thad var thvi midur ekki raunin en sidustu fjora daga hefur ringt eldi og brennisteini og hofum vid thvi verid halffastir inni i litla bilnum en thar er rakastigid farid ad nalgast 100%. Forum samt i dagsferd til staerstu sandeyju i heimi, Fraser Island, sem var mjog ahugavert tho ad eyjan hefdi orugglega litid betur ut i sol og sumaryl. Vid hofum ekki latid rigninguna sla okkur algjorlega ut af laginu heldur eldad eins og Joi Fel og Siggi Hall i eldhusinu i skottinu a bilnum. Bodid hefur verid upp a nudlukjukling, pasta med hakki og kjukling med raudvinslegnum makkaronum. Med ollum mat hofum vid gulraetur sem eru mjog odyrar her i Astraliu.

Annad sem hefur komid okkur a ovart herna i Astraliu er mikid kenguruleysi. Vid hofum nu verid her i heila viku og ekki sed eina einustu kenguru.......attu thaer ekki annars ad vera her eda var thad einhvers stadar annars stadar? Nuna erum vid staddir i smabaenum Agnes Waters og bidum eftir godu vedri a morgun svo vid getum farid ad kenna thessum Astrolum adeins ad surfa!

Med sol i hjarta og song a vorum......mate,

Magnus Orn og Gudmundur Bragi

Tuesday, February 23, 2010

Frumskogarferd eldri borgara

Thegar vid kvoddum ykkur sidast vorum vid ad frodufella ur spenningi vegna thess ad frumskogarferd var a naesta leyti. Kvoldid fyrir brottfor i forina ogurlegu runnu svo a okkur tvaer ef ekki thrjar grimur thegar vid saum hopinn sem aetladi ad berjast vid villikettina med okkur. Tharna voru 70 ara afi, 65 ara amma, fimmtug hjon ad ogleymdum kanadiskum offitusjuklingi og taugaveikladri vinkonu hans. Eftir ad hafa fengid thad a hreint hvort thad vaeri ekki orugglega haegt ad fara i sturtu i frumskoginum logdum vid af stad i aevintyrid.

Ferdin hofst a stuttum runti a filsbaki en ad honum loknum tok vid ganga i gegnum skoginn. Komumst loksins a leidarenda eftir ad nokkur motorhjol voru send til ad ferja afa, ommu og offitusjuklinginn yfir erfidustu hjallana. Gistum i litlum kofum um nottina en sem betur fer var haegt ad versla bjor, gos og salthnetur i litla thorpinu.

Seinni tvo dagana i frumskoginum bodudum vid okkur i fossum, bordudum godan mat og sigldum a bambusfleka nidur fljot. Thessum dogum eyddum vid med godum hopi Frakka sem budu okkur guttunum i mat thegar heim var komid. Tho ad vid thyrftum ekki ad glima vid tigrisdyr og snaka (saum reyndar tvo eitursnaka a gongunni) var ferdin skemmtileg og frabaert ad komast ur borgarlifinu og inn i fallega natturu Tailands. Thegar vid hofdum kynnst Chiang Mai og theim thusund nuddstofum sem thar eru fellum vid felagarnir ad lokum i gildruna. Vid fengum okkur tima i 'thai massage' en thessar 30 kiloa taelensku konur attu i stokustu erfidleikum med ad teygja almennilega a okkur enda um tvo stalmenn ad raeda.

Adur en vid yfirgafum nordrid thurftum vid ad anda ad okkur fjallaloftinu og natturunni betur og akvadum thvi ad fara i fjallahjolreidatur. Lagt var af stad ur Chiang Mai a jeppum med hjolin a thakinu og hjoludum vid nidur ur 1600m haed asamt snargedveikum leidsogumanni og tveimur 24 ara Thjodverjum. Vid toldum okkur vera i thokkalegu formi svo ad vid voldum ad sjalfsogdu leid sem krafdist 'good/extreme physical condition'. Eftir fyrstu brekkuna upp i moti med aeluna i halsinum heldum vid ad vid vaerum bunir ad vera en adrenalinflaedid nidur snarbrattar moldarbrekkur vann upp alla vanlidan og vel thad. Hjolaturinn tok um 4 klst (35 km) og thratt fyrir storfurdulegan krampa i hondinni a Braga thar sem thumallinn festist vid lofann komumst vid nidur med adeins orfaar skramur.

Daginn eftir hjolaturinn la leidin aftur sudur til Bangkok med naeturlestinni og thadan beint til Samut Songkhram. Thessi litli baer var otrulega rolegur og a timabili leid okkur bara eins og heima a Seltjarnarnesi...nema tharna vorum vid einu hvitu mennirnir a sveimi. Hitinn i Samut var tho heldur mikill og svitinn i algjoru hamarki. Othefurinn af okkur kom berlega i ljos thegar vid stigum upp a straetopallbil med um 25 skolakrokkum sem hikudu ekki vid ad halda fyrir nefid a medan ferdinni stod. Adur en vid heldum aftur til Bangkok tok Bragi tha afdrifariku akvordun ad lata fjarlaegja 'makkann' margfraega af hausnum a ser. Klippinging heppnadist svona svakalega vel en Magnus taldi klippikonuna a ad skilja eftir skott a hnakkanum eins og var vinsaelt seint a sidustu old og gengur Bragi thannig um goturnar i dag.

Erum nu staddir i Bangkok a okkar sidasta kvoldi her i Asiu. Thad er otrulegt ad hugsa til thess ad rumar 7 vikur seu lidnar sidan vid yfirgafum snoktandi maedur okkar a Keflavikurflugvelli en dagarnir hafa lidid hratt og ymislegt buid ad gerast. Thad er nokkud ljost ad hingad munum vid koma aftur fyrr en seinna. Vonandi getum vid haldid afram ad blogga tho ad internetkoff i hinum vestraena heimi seu i dyrari kantinum.

Bidjum ad heilsa ykkur!

Bragi og Maggi

Monday, February 15, 2010

.....i sandolum og ermalausum bol

Djofull er heitt!

Erum staddir i Ayutthaya, fyrrverandi hofudborg Tailands, en her hofum vid eytt sjodheitum degi i ad skoda rustir og oteljandi styttur af Buddah vini okkar. Forum i kvold med naeturlest nordur a boginn til Chang Mai en thadan er svo ferdinni heitid i 'Jungle trek' thar sem vid munum i thrja daga rydja okkur leid um frumskoginn, borda poddur og berjast vid tigrisdyr, snaka og onnur skrimsli.

Lifid a strondinni var ljuft og atti hopurinn godar stundir a malasisku eyjunni Langkawi. Einn daginn tokum vid bilaleigubil og keyrdum hringinn i kringum thessa fallegu eyju. Magnus 'kamelljon' Helgason atti nu ekki miklum erfidleikum med ad keyra i vinstri umferdinni med styrid ofugu megin. Daginn eftir forum vid i siglingu thar sem vid heimsottum nokkrar obyggdar eyjar og skodudum vel thad sem fyrir augu bar. Undir lok dags vorum vid felagarnir fengnir med i strandfotbolta thar sem vid ad sjalfsogdu lekum listir okkar og kenndum thessum strandbuum sma bolta.

Naesti afangastadur okkar var Tailand, land hinna thusund brosa. Tokum ferju til baejarins Satun og thadan rutu til strandbaejarins Krabi. Rutuferdin var ekkert til ad hropa hurra fyrir en misskemmtileg, tailensk kareoki-tonlist glumdi allan timann a medan vid klistrudumst vid sveitt plastsaeti. Krabi olli okkur hins vegar ekki vonbrigdum og strax um kvoldid kynntumst vid einstaklega hressum ferdaskrifstofukonum sem hjalpudu okkur ad skipuleggja naestu thrja daga.

Forum i agaetis kajaksiglingu um fallegt fljot i nagrenninu thar sem vid skodudum glaesilega natturu og gamlar hellateikningar. Eina sem skyggdi a ferdina voru russnesk feitabollumaedgin sem attu i mestu erfidleikum med ad sigla batnum sinum og voru med almennt vesen allan timann, kajakforingjanum til mikillar armaedu. Um kvoldid baettist Thora i hopinn og i tilefni af thvi foru sexmenningarnir a kvoldmarkad baejarins og bordudu a hinum ymsu matarskurum. Sidar um kvoldid gerdum vid allt vitlaust a diskostad baejarins en Stefan og Bragi foru thar fremstir i flokki med islenskum danssporum af bestu gerd.

Daginn eftir var haldid til einnar fallegustu eyju i heimi, eyjunnar Koh Phi-Phi. Eyjan er thvi midur gegnsosa af turistum af ollum staerdum og gerdum og thvi liklega buin ad tyna sinum mestu tofrum. Forum med hradbati sem sigldi med okkur um eyjasvaedid og stoppadi nokkrum sinnum thar sem haegt var ad snorkla og virda fyrir ser fjolbreytt dyralif hafsbotnsins.

Sidasti dagurinn a Krabi var sa allra skemmtilegasti en tha for hopurinn i klettaklifur a fjall i nagrenninu. Otrulega skemmtileg lifsreynsla en haest forum vid i 25 metra haed. Fengum ad klifra upp fjorar mismunandi leidir en i theim erfidari flaeddi adrenalinid sem aldrei fyrr og var otrulega skemmtilegt ad reyna sig i alveg nyrri og spennandi ithrott. Um kvoldid skyldust leidir thegar Jorunn, Dagny, Stefan og Thora foru a einhverja eyju i party aldarinnar a medan vid tokum stefnuna a Bangkok - enda langadi okkur hvort sem er ekkert i thetta asnalega party!

I Bangkok var mikid um ad vera enda kinverska nyarid i nand og vorum vid thvi tveir eins og Maria og Josep fordum i leit ad gistiheimili eldsnemma um morgun thar sem allt var fullt. Ad lokum fundum vid vid agaett gistiheimili og hofumst thvi handa vid ad sjuga i okkur andrumsloft hofudborgarinnar. Skodudum morg glaesileg hof og byggingar og komumst i kynni vid frumskogarkappann Mark fra Californiu en hann hjalpadi okkur ad skipuleggja vikuna i N-Tailand. Mark er faeddur og uppalinn i frumskogum Sudur-Ameriku og sagdi hann ad vid gaetum hringt i hann hvenaer sem er ef vid vildum komast i 'hardcore jungle trekking' og borda poddur og svo framvegis. Vid erum ad hugsa malid.

Kinverska nyarid, nu ar tigursins, gekk i gard i gaer med tilheyrandi hatidarholdum og hullumhaei. Forum nidur i Chinatown sem var stappadur af folki i hatidarskapi. Thar fundum vid i hlidargotu 500 Tailendinga sitjandi fyrir framan eitthvad musteri undir strangri oryggisgaeslu. Vid fengum okkur ad sjalfsogdu saeti i hopnum og eftir um klukkutima bid eftir einhverju storfenglegu maetti hopur eldri borgara a svaedid en eftira var okkur sagt ad thar hefdi drottning Tailands verid medal gamalmennanna!

Nu er ferdin bratt halfnud og geta thvi ahugasamir byrjad ad telja nidur!

One love,

Maggi og Bragi

Saturday, February 6, 2010

Dansad med konginum

Fljotlega eftir sidasta blogg komst einhver djofsi i Magnus og hann var sleginn nidur med 39 stiga hita og hrodalegan hosta. Solarhring seinna leitudum vid i fyrsta sinn laeknis i ferdinni og sa var ekki af verri gerdinni. Strakurinn var litid eldri en vid, hlustadi med hlustunarpipu ur dotabudinni og skodadi halsinn med lukt. Magnus fekk tho syklalyf hja honum og var strax miklu betri daginn eftir. Vid framlengdum dvolina i Melakka um einn dag en adur en vid heldum til Kuala Lumpur fylgdumst vid stoltir med landslidinu vinna bronsid.

I Kuala Lumpur hittum vid Jorunni, Dagnyju og Stefan og skodudum vid Blau moskuna en hun rumar um 20.000 manns. Daginn eftir gengum vid um borgina og skodudum m.a. eitt helsta kennileiti Malasiu, hina glaesilegu Petronas tviburaturna. Okkar naesti afangastadur var Cameron Highlands og eftir rutuferd i gegnum otrulegt landslag Malasiu lentum vid i fridsaelu thorpi i um 1500m haed yfir sjavarmali. A golfvelli thar i nagrenninu gerdust undur og stormerki thegar vid tveir asamt Jorunni og Stefani hittum sjalfan Malasiukonung! Hann var i opinberri heimsokn i baenum og eftir sma bid fyrir utan golfskalann undir strangri oryggisgaeslu kom kallinn ut og gaf sig strax a tal vid okkur utlendingana. Hann spjalladi vid okkur i sma stund og skammadi okkur duglega fyrir Icesave, nema hvad!

A halendinu forum vid einnig i aevintyraferd inn i frumskoginn og attum thar stefnumot vid staersta blom i heimi, Rafflesia flower, sem getur verid allt ad metri i thvermal. I ferdinni syntum vid undir fallegan foss og eftir ogleymanlega jeppaferd a gomlum og godum Land Roverum heimsottum vid thorp hinna upprunalegu ibua Malasiu, Orang asli thjodflokkinn.

Um halftima fyrir brottfor fra Cameron Higlands til eyjunnar Penang uppgotvadi Bragi ad veskinu hans hafdi verid stolid. Thegar vid svo komum til Penang kikti hann upp a logreglustod i skyrslutoku og atti thar agaetis kvoldstund med appelsinuetandi logreglumonnunum sem voru himnlifandi ad fa kvoldgest. Tokum svo ferjuna i morgun til paradisareyjarinnar Langkawi thar sem stendurnar eru hvitar og sjorinn blar.

Hingad til hefur ekkert virst geta bitid a ferdalongunum hetjulegu. I 5 vikur hafa their gengid i gegnum eld og brennistein en alltaf stadid upprettir eftir. Thvegid thvott, stoppad i got, slegist vid svikula hotelstjora og dansad med opum og ulfoldum. Thennan eftirmiddag var annad upp a teningnum thegar strakarnir thurftu i fyrsta skipti ad luta i laegra haldi.....og thad fyrir sjalfri solinni! Eftir fyrsta daginn a strondinni ma segja ad vid seum ordnir halfgerdar brunarustir en liklega hofum vid ofmetid eigid tan og vanmetid matt solkremsins. Munum halda okkur i skugganum naestu daga.

Kv, Maggi og Bragi

ps. rett i thessu voru ad berast thaer valegu frettir ad konungur Malasiu hafi i raun ekki verid hinn eini og sanni konungur. Thetta var einn af 11 `sultanum` landsins.....en hann verdur samt alltaf konungur i okkar augum!