Search This Blog

Friday, January 29, 2010

Sleepless in Singapore

Sidan a seinustu ludrasveitaaefingu hofum vid ferdast mikid og sitjum nu a Old Town Guesthouse, eftir adeins 11 klst svefn...og fituprosentan hefur nad sogulegu lagmarki.

Sidasta daginn i Delhi akvadum vid ad skoda fyrirrennara Taj Mahal, hid glaesilega Humayun's Tomb. Vid nadum okkur i litinn rickshaw a horninu og toldum okkur hafa nad godum samningum thar sem vid thurftum adeins ad borga 20 rupiur og kikja inn i eina verslun i 10 min fyrir farid. Thegar vid svo neitudum ad fara inn i fleiri verslanir for bilstjorinn i fylu og keyrdi okkur hid snarasta i grafhysi Humayuns keisara. Eftir nanari athugun komumst vid ad thvi ad tharna var eitthvad allt annad grafhysi thar sem einhver minni spamadur var grafinn. Bilstjorinn var a bak og burt og vid enntha i um 6 km fjarlaegd fra herra Humayun. Eftir agaetan gongutur fundum vid loksins retta grafhysid og var thad algjorlega alls omaksins virdi.

Thetta seinasta kvold okkar i Indlandi gengum vid um hverfid og ondudum ad okkur menningunni, fylgdumst med litlum strakum bua til ommilettur og kostudm kvedjum a betlara og beljur i sidasta sinn. Um morguninn la svo leidin ut a flugvoll og eftir aevintyralega rickshaw-ferd i um 3 m skyggni komumst vid i hann krappan i utlendingaeftirlitinu. Maggi komst lett i gegn en thegar rodin var komin ad Braga vard uppi fotur og fit i flugstodinni. Einhverra hluta vegna var honum ruglad saman vid nigeriskan hrydjuverkamann en thad kom svo i ljos ad vegabrefin theirra voru med sama numer.

Nytt menningarsjokk beid okkar i Singapore en flugvollurinn var sotthreinsadur ad innan sem utan, ekkert rusl a gotum borgarinnar, vestraenir skyndibitastadir a hverju horni og fjoldi glaesilegra hahysa gnaefdu yfir borginni. Vid gistum a snyrtilegu dormi med einum hvitum, einum gulum og einum svortum i herbergi. Daginn eftir forum vid a Singapore National Museum a glaesilega syningu um Egyptaland til forna. Thadan la leidin svo a Asian Civilization Museum en eftir nytt Islandsmet i 'krok' (mikid stundud ithrottagrein hja okkur felugunum) var buid ad loka safninu thegar vid maettum a svaedid. Vid smygludum okkur i stadinn inn i naesta hahysi og skodudum utsynid fra 41. haed.

Vid vorum ekki lengi ad baeta Islandsmetid okkar en daginn eftir akvadum vid ad labba ut i aevintyraeyjuna Sentosa, en thad hefur engum tekist nema hinum Ethiopiska Salomon arid 2004. Eftir thriggja klukkustunda labb endudum vid a ad taka rutu og eyddum svo deginum a thessum yfirbordskennda ferdamannastad. Um kvoldid forum vid i hid eina sanna Night Safari i dyragardi baejarins thar sem umhverfi dyranna er otrulega natturulegt.

Eftir dyragardinn hlupum vid inn a naesta internet-kaffi og nadum sidustu 5 minutunum i sigri Islands a Noregi og fognudum innilega med Adolf litla. Thegar tharna var komid vid sogu var klukkan ad verda 01:00 ad okkar tima en daginn adur hofdum vid tekid tha timamotaakvordun ad eyda nottinni a gotum borgarinnar og taka svo rutu til Malasiu kl 6 morguninn eftir. Nottin var fljot ad lida, vid fengum okkur kvoldmat um kl 3 og misstum meira ad segja af fyrstu rutu morgunsins.

I gaer maettum vid svo til Melakka eftir agaetis svefn i 'Super VIP Bus' sem vid tokum fra landamaerunum. Hotelid okkar er mjog heimilislegt og ma segja ad vid seum bara i stofunni hja gestgjofunum. Aetlum ad taka thvi rolega herna i dag og forum svo til storborgarinnar Kuala Lumpur a morgun thar sem vid hittum fjolskylduna Jorunni, Stefan og Dagnyju i annad sinn.

Ching chong chao!

6 comments:

  1. Kæru vinir.

    Takk fyrir lýsinguna af ferðum ykkar. Þið minnið pínulítið á Jón Indíafara sem lagði land undir fót á 18. öld og lýsti undrum veraldarinnar með svipuðum hætti og þið félagar. Nema hann glímdi við dreka og forynjur ef ég man rétt. Já, það er vissara að passa sig á drekunum þegar þið haldið inn í land spordrekanna. – Rosalega spennandi ferð hjá ykkur og það lekur af ykkur upplifunin í textanum. Það öfunda ykkur allir hér heima. Pétur og Tinna senda kveðju; Pétur er nú þegar farinn að plana ferð eftir landakortinu sem er á veggnum hjá honum. Kanski sendum við hann bara út til ykkar – hann hefði gott af því strákurinn; að ganga yfir heimsálfur með vönum mönnum. Svo er amma eitthvað að hugsa um að koma; tæmdi sparibaukinn og sat og taldi þegar ég kom að henni um daginn. Allt mjög grunsamlegt. Ég myndi fara huldu höfði næstu vikur, annars sitjið þið uppi með þá gömlu! Kanski verður þetta hópreið félagsmanna áður en yfir likur, hver veit'

    Farið varlega og takk fyrir skrifin og myndirnar. Heyrsumst fljótlega. Kær kveðja, Siggi sæti nammi kall

    ReplyDelete
  2. Sælir drengir.

    Það er stórskemmtilegt að lesa bloggið ykkar. Ég held að þið áttið ykkur ekki á því hversu margir fylgjast með ykkur og sitja heima og óska þess að þeir væru í ykkar sporum. Það er ekki hægt að neita því að Bragi er soldið Nígerískur í útliti. En hafið það sem allra best.
    Kv, Árni jr.

    ReplyDelete
  3. Sælir ferðalangar.
    Þið skuluð ekki hafa áhyggjur af því sem Sigurður bróðir minn segir hér að framan. Þetta er bara dæmigert fyrir Íslendinga eftir þessa miklu spennuhelgi í handboltanum. Býsna margir eru orðnir vægast sagt skrýtnir eftir öll ósköpin. En góðu fréttirnar eru bæði þær að allt fór vel að lokum og svo jafna menn sig fljótlega.
    Gangi ykkur sem allra best og verið duglegir að taka myndir - bæði eðlilegar og með "Sólheimasvip" hringinn kringum hnöttinn!
    Bestu kveðjur.
    HM.

    ReplyDelete
  4. Er amma tha ekki a leidinni?

    kv, M

    ReplyDelete
  5. Hæ Maggi,
    Vorum að lesa saman nokkrar færslur af ævintýrum ykkar félaganna - og það var mikið hlegið! :) Hlökkum til að heyra fleiri sögur!
    Kveðja, Edda og 6-A.

    ReplyDelete
  6. Þetta virðist vera svipað og síðasta helgi hjá mér. 4 stjörnu hótel í Downtown Chicago - bjór og beikonsmökkun í hádeginu og brasilískt eðalsteikhús um kvöldið... Hefði samt alveg verið til í ommilettu einhversstaðar í fátækrarhverfi í indlandi
    kv. Brynjar

    ReplyDelete